Ég verð með málverkasýningu ásamt Birgit Kirke frá Færeyjum í tilefni af Menningarviku í Grindavík. Sýningin verður í húsnæði Veiðafæraþjónustunnar að Ægisgötu 3 og opnar laugardaginn 15. mars kl. 14:00.
Við opnun mun Gunnar Thordarson ásamt Stanley Samuelsen frá Færeyjum leika íslenska og færeyska tónlist fyrir sýningargesti. Þá munAnton Helgi Jónsson, skáld og handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör, lesa úr verkum sínum. Þess má geta að málverkin mín á sýningunni bera heiti eftir ljóðum úr ljóðabók hans.
Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindavík í Menningarvikunni.
Opið daglega kl. 14:00 - 18:00 til 22. mars.
Við opnun mun Gunnar Thordarson ásamt Stanley Samuelsen frá Færeyjum leika íslenska og færeyska tónlist fyrir sýningargesti. Þá munAnton Helgi Jónsson, skáld og handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör, lesa úr verkum sínum. Þess má geta að málverkin mín á sýningunni bera heiti eftir ljóðum úr ljóðabók hans.
Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár og nú lýkur þessu samstarfi í Grindavík í Menningarvikunni.
Opið daglega kl. 14:00 - 18:00 til 22. mars.